Fréttir
29.04.2007 - Hrafnin komin á laupinn
 

Hrafnin er lagstur á laupinn. Í vikunni fór ljósmyndari inn í skógrækt Djúpavogs og náði þar mynd af hrafni á hreiðri ( laupi)
Erfitt var að sjá hvort það væru komin egg en gera verður þó ráð fyrir því a.m.k. miðað við lætin í þeim þegar undirritaður ætlaði að klifra upp í klettinn og skoða í laupinn. Þá brást hrafnaparið hið versta við og settist á klettbrúnina ofan við ljósmyndarann og ruddi grjóti yfir hann svo að hann átti fótum fjör að launa. Á einni myndinni má sjá hvar lítill steinn kemur fljúgandi niður frá krumma. Það komu þó nokkuð stórir steinar niður frá þeim og var alveg ljóst að þeir ætluðu að varna undirrituðum uppgöngu. Laupurinn er rétt hjá Álfheiðarskúta sem er beint ofan við Búlandsnesbæinn gamla. (rústir hans) í skógræktinni. AS

 

 

 

 

 


 

 

 


 

 


Fugl Dagsins
Heiðlóa
(Pluvialis apricaria)
Dvalartími : ap...
.: nánar