Fréttir
12.05.2009 - Margćsir í Hvaley
 

Hinn fuglaglöggi Sigurjón Stefánsson hefur sannarlega verið með augun á réttum stöðum að undanförnu, en í dag sá hann 10 margæsir við Hvaley hér út á Búlandsnesi, þá tóku fuglarnir sig til flugs og svifu í vesturátt yfir Hamarsfjörð.  Fartími
Fyrstu margæsirnar koma til landsins fyrri hluta apríl og fjölgar þeim ört uns hámarki er náð um miðjan maí. Síðustu viku maí mánaðar halda þær svo áfram áleiðis til varpstöðvanna.

Á haustin fara þær aftur um Ísland á tímabilinu frá byrjun september til byrjunar nóvember á leið sinni til Írlands. AS

 

 

 

 


Hinn fuglsglöggi Sigurjón mundar kíkirinn 

 

 

 


Fugl Dagsins
Heiđlóa
(Pluvialis apricaria)
Dvalartími : ap...
.: nánar