Fréttir
27.12.2009 - Vetrarfuglatalning - hvinendur í Hamarsfirði
 

Í dag var vetrarfuglatalning sem Náttúrufræðistofnun stendur árlega fyrir á þessum tíma árs, en þá fara menn út af örkinni og telja fugla á ákveðnum afmörkuðum svæðum.  Undirritaður fór að þessu tilefni í dag á svæðið frá Hamarsá að Búlandshöfn í Hamarsfirði og taldi þar ásamt Kristjáni Ingimarssyni og föður hans Ingimar Sveinssyni en Ingimar hefur séð um að telja á þessu svæði í áratugi.  Hér eftir mun undirritaður og Kristján hinsvegar sjá um að telja á þessu svæði og vænti ég að Ingimar verði með okkur áfram í för við talningar.  Mest voru þetta hefðbundnir fuglar sem voru á sveimi í dag en hið gleðilega var hinsvegar undantekning er við sáum tvo hvinandarsteggi og þrjár kollur á sjónum undan Rauðuskriðu.  Að öðru leyti voru þetta mest æðarfugl, hávellur, stokkendur, skarfar. Svo sáum við stakan stelk, slatta af sendlingum og nokkuð stóra hópa af tjaldi en þeir hafast við hér á vetrin inn í Hamarsfirði.  Stokkendur voru líka í töluverðum mæli og aðrir algengari fuglar.  Sem sagt hinn besti dagur og veðrið slapp vel til, en þó var smá éljagangur um það leyti er við byrjuðum að telja.
Afrakstur dagsins munum við svo senda Náttúrufræðistofnun hið fyrsta.  Andrés Skúlason 

 

 

 


Þarna eru hvinendurnar, tveir steggir og þrjá kollur - Ingimar Sveinsson og Andrés Skúlason

 


Hvinandarkall

 



Kristján Ingimarsson kíkir yfir Hamarsfjörðinn



Hér gefur á að líta marga dílaskarfa á skeri í dag og þegar betur er að gáð eru þarna líka mjög margir tjaldar
auk annarra fuglategunda.



Andrés schopar fjörurnar í Hamarfirðinum



Feðgarnir Ingimar Sveinsson og Sveinn Kristján Ingimarsson horfa eftir fuglum



Andrés Skúlason með sjónaukann á lofti



Ingimar hefur stundað vetrarfuglatalningu um áratuga skeið inn með Hamarsfirði.


Fugl Dagsins
Lundi
(Fratercula arctica)
Dvalartími : apr...
.: nánar