Fréttir
25.06.2007 - Lunda og kríuvarp
 

Þrátt fyrir fréttir um að kríuvarp hafi brugðist á suðvestur horni landsins og að lundavarp hafi brugðist í Vestmannaeyjum er þessu ekki eins farið í Papey en þar hefur sjaldan verið meira kríu- og lundavarp í seinni tíð að sögn þeirra er dvalið hafa þar yfir sumartímann undanfarin ár.  Þetta eru ánægjulegar fréttir og benda til þess að meira æti sé við Papey en á öðrum svæðum, en sjórinn hér fyrir austan er heldur kaldari en við suðurströndina og hefur það eflaust áhrif á fæðuframboðið.

 

 

 

 

 


Fugl Dagsins
Heiðlóa
(Pluvialis apricaria)
Dvalartími : ap...
.: nánar