News
24.10.2007 - Förufálki
 

Í gær komu skipverjar á Jóhönnu Gísladóttur GK með dasaðan ungan förufálka af miðunum. Förufálkar slæðast annað veifið hingað til lands og eru þeir taldir meðal útbreiddustu tegundar ránfugla. Flugfimi förufálkans er mikil og hraði hans er einnig þekktur því fuglinn er talinn ná allt að 360 km hraða í steypiflugi á eftir bráð sinni. Fuglinn er nú í endurhæfingu hér á Djúpavogi og í góðu yfirlæti meðan hann er að ná sér.  AS

 

 

Arnar Jónsson með fálkann í klefa sínum um borð í Jóhönnu Gísladóttur GK