News
11.01.2008 - Fuglatalning í Berufirði
 

Í dag fór hin árlega fuglatalning fram í Berufirði, eða réttara sagt hluta hans þ.e. frá Berufjarðarós í botni fjarðarins og að Búlandsá. Töluvert var af fugli á svæðinu en erfitt að sjá vegna vindgáru.
Mest var að venju að æðarfugli, hávellu og máffugli. Þá var töluvert af stokköndum, toppöndum og straumönd, þá mátti m.a. sjá 8 himbrima og 4 flórgoða og fl fugla. Inn á Fossárvík sáust við fuglaskoðunina þrjár hnísur en þær hafa ekki sést hér í firðinum í miklum mæli á seinni árum. Hér á myndum má sjá flórgoðann og hnísuna sem náðist að mynda í ferðinni í dag. AS