News
26.04.2008 - Hrossagaukar og þúfutittlingar
 

Það bætast jafnt og þétt fleiri fuglar inn á svæðið, en stundum fær fréttasíðan ekki alltaf fréttirnar samdægurs þegar nýjir fuglar bætast í hópinn. Fyrstu hrossagaukarnir sáust m.a. fyrir tveimur vikum síðan. Í dag mátti sjá bæði hrossagauka og þúfutittlinga út við vötnin á Búlandsnesi. Þá var þar líka eitt stykki skúmur og þá sást líka kjói í dag.
Annars allar hefðbundnu andartegundirnar mættar á svæðið fyrir utan gargendurnar og skeiðendurnar, en þessir fuglar hljóta að fara að detta inn. AS