News
28.04.2008 - Bleshæna við Fýluvog
 

Í kvöld rak hinn víðkunni fuglaskoðari Sigurjón Stefánsson augun í bleshænu við Fýluvog.
Bleshæna (Fulica atra) - Common Coot er fremur fágætur fugl og eru nokkur ár síðan hún sást hér á svæðinu síðast, en það var þá við Gleðivík innri.  Mun að öllum líkindum ná mynd af henni á morgun en það var orðið of skuggsýnt í kvöld til að ná af henni mynd. Fékk því góðfúslegt leyfi hjá Birni Arnarssyni frá Höfn til að birta mynd frá honum af vefnum www.fuglar.is  Þá er frá því að segja að Sigurjón sá einnig fyrsta skeiðandarparið í dag á vatninu við flugbrautarendan og þá vantar bara gargöndina í hóp þeirra andartegunda sem verpa hér á svæðinu, allar aðrar tegundir eru mættar. AS