Fréttir
09.10.2008 - Nóg að gera í skólanum
 
Eins og fram hefur komið ætlum við að halda upp á 120 ára afmælið okkar á morgun.  Nemendur hafa verið í óða önn að udnirbúa afmælisveisluna.  Sem dæmi má nefna að börnin sem eru í viðveru eftir hádegið eru að perla 120 afmæliskerti sem verða til sýnis í skólanum.  Einnig er verið að æfa upplestur, leikrit og söng.
Í vikunni voru strákarnir í 5. og 6. bekk að vinna verkefni hjá Gesti, upp úr Norrænu goðafræðinni og eru þau tilbúin. 
Þá vígðum við nýtt taflborð sem keypt var fyrir peninginn sem Arnar Jón, Jóhann Atli og Aron Daði unnu í íslenskukeppninni í fyrra.  Það er strax búið að sanna gildi sitt og er biðröð í það á hverjum degi.  Myndir eru hér.  HDH

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30