Fréttir
24.11.2008 - Aðventukransagerð
 
Í gær, sunnudaginn 23. nóvember, hittust átta afslappaðar og glaðar konur í Miðhúsum.  Tilgangurinn með "hittingnum" var að búa til aðventukransa fyrir komandi aðventu og jól.  Hlíf Bryndís sá um að leiðbeina okkur og gerði hún það af sinni alkunnu snilld. 
Við áttum mjög notalega stund saman, hlustuðum á jólalög, spjölluðum og fengum okkur smákökur og kleinur til að viðhalda réttu sykurmagni í kroppnum.  Eins og sjá má á þessum myndum var mikil alúð lögð við hvern krans og útkoman alveg frábær.  Engir kransanna voru eins en allir voru þeir langflottastir!!!  HDH

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30