Fréttir
03.12.2008 - Brunaæfing
 
Í dag var brunaæfing í Grunnskólanum. Æfingin var að frumkvæði og í samstarfi við Brunavarnir Austurlands og er liður í því að "öryggisvæða" grunnskólann, starfsfólkið og nemendurna.  Æfingin fór þannig fram að Björn Heiðar Sigurbjörnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, setti af stað reykvél í A-álmu skólans.  Við það fór reykskynjari í gang og skólastjóri hringdi í neyðarlínuna.  Starfsfólk og nemendur sátu undirbúin inni í kennslustofum (í úlpum og skóm) og klifruðu út um glugga.  Reyndar fengu 1.-4. bekkur að ganga út um sínar útidyr, að þessu sinni, en seinna verða þeir einnig látnir fara út um gluggana. 
Æfingin gekk vel.  Það gekk mjög greiðlega að koma fólkinu út úr húsi og slökkviliðið mætti á svæðið, eins og til var ætlast.  Einn nemandi var skilinn eftir inni, til að reykkafararnir fengju æfingu í því að sækja manneskju inn.  Mjög vel gekk að bjarga honum.  Ólafur Björnsson var búinn að setja myndir af æfingunni og nú hef ég bætt við fleiri myndum. Þær má sjá hér.  HDH

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30