Fréttir
17.12.2008 - Jólakassar
 
Sú hefð hefur verið við lýði hér í skólanum, lengi, að hver bekkur hanni og búi til sinn eigin póstkassa fyrir hver jól.  Síðustu ár hefur það reyndar gerst að póstkassarnir eru svo vel unnir að þeir endast ár, eftir ár.  Það er ágætt þegar kreppir að, að geta nýtt það sem til er.  Ég tók mig til í morgun og smellti af myndum til að leyfa ykkur að njóta með okkur.  Elsti kassinn, sem við kennararnir notum, er frá árinu 1997 og er því orðinn 11 ára gamall.  Sá yngsti var búinn til, nú fyrir þessi jól.  Myndir eru hér.  HDH

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30