Fréttir
20.05.2009 - Ratleikur 2009
 

Hinn árlegi ratleikur í skólanum fór fram fyrir viku.  Nú loksins er skólastjórinn búinn að koma því í verk að fara í gegnum myndirnar og koma þeim á heimasíðuna. 
Mjög gaman var í leiknum að þessu sinni, eins og reyndar alltaf.  Nemendum skólans var skipt í sex lið, þvert á bekki.  Þemað að þessu sinni var grenndarnám.  Nemendur þurftu að fara á 11 mismunandi stöðvar í þorpinu og fengu vísbendingar á hverri stöð um það hvert skyldi halda næst.  Á hverri stöð fyrir sig þurftu krakkarnir að leysa ákveðin verkefni, t.d. greina fiska á Fiskmarkaðnum, tré í trjálundinum hjá Erlu og Ingimar, steina í Steinagötunni, skordýr við Fýluvog, fjöll uppi á Bóndavörðu, fuglahljóð inni í skóla, egg við fuglasafnið o.s.frv. 
Þegar allir hóparnir voru komnir upp í skóla tók síðasta þrautin við uppi á sparkvelli.  Þar þurftu liðin að leika eitt örnefni hvert.  Örnefnin sem hóparnir drógu um voru:  Fýluvogur, Hvíldarklettur, Kýrklettur, Hlauphólar, Hamarsá og Gleðivík.  Útfærslur hópanna á örnefnunum voru alveg frábærar og greinilegt að hugmyndaflugi þeirra eru engin takmörk sett.  Sigurvegarnir fengu að launum ísveislu í Við Voginn.  Myndir eru hér.  HDH


smţmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31