Fréttir
28.08.2009 - Að aflokinni fyrstu vikunni
 

Þá er fyrsta vika þessa skólaárs liðin.  Ekki var annað að sjá og heyra en að flestir nemendur og starfsfólk væru fegin því að komast aftur í reglu og ró, eftir annasamt og skemmtilegt sumar.  Einhver forföll hafa verið bæði hjá nemendum og starfsfólki en það þýðir ekki að við hin höfum setið auðum höndum, nei aldeilis ekki.  Í morgun fór skólastjóri af stað með myndavélina og kom að nemendum 1. og 2. bekkjar í handavinnu hjá Guðnýju.  Vegna forfalla hafði hún fengið frægan trommuleikara til að aðstoða sig við að þræða nálarnar og var ekki annað að sjá en að hann stæði sig með sóma (enda giftur saumakonu og greinilega vanur að aðstoða hana við nálarnar).  Krakkarnir í 3.-5. bekk fóru út að safna blómum og skoða muninn á barrtrjám og grenitrjám.  Þau ætla að þurrka það sem þau fundu og koma með fleiri sýnishorn að heima í næsta tíma.  Myndir af þessu duglega fólki má finna hér.  Njótið helgarinnar.  HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30