Fréttir
01.10.2009 - Tölvugjafir í skólann
 

Fyrir nokkru sendi skólastjóri "betlibréf" til helstu fyrirtækja og félagasamtaka sem hafa aðsetur og / eða starfsemi í Djúpavogshreppi.  Tilgangurinn var að biðja fyrrnefnda aðila um að vera svo elskulegir að gefa skólanum andvirði 1-2 tölva.
 
Forsaga málsins er sú að eitt af markmiðum skólans er að bjóða nemendum upp á tölvukennslu "eins og best verður á kosið hverju sinni".  Síðustu 2-3 ár má segja að við höfum ekki náð að koma til móts við þessi markmið, þar sem gömlu tölvurnar voru orðnar mjög hægvirkar og náðu ekki að keyra öll þau forrit sem ætlast er til að börnin læri á í dag.  Ljóst var að skólinn hefði ekki bolmagn til að ráðast í verkefnið, að þessu sinni og því var "betlibréfsleiðin" valin.

Send voru út fjórtan bréf og í raun vissum við ekki hverjar viðtökurnar yrðu.  En í ljós kom að hér í sveitarfélaginu eru fyrirtæki og félagasamtök sem hafa metnað fyrir hönd skólans síns og bera hag barnanna fyrir brjósti.  Alls náðist að safna fyrir 7,5 tölvum.  Þau fyrirtæki sem gáfu okkur tölvur eru:

Samkaup - Strax, 2 tölvur
Ósnes, 2 tölvur
Kvenfélagið Vaka, 2 tölvur
Lionsklúbbur Djúpavogs, 1 tölva
Styrktaraðili sem ekki vill láta nafns síns getið, 30.000.-


Við hér í skólanum sendum forsvarsmönnum þessara fyrirtækja / félagasamtaka hinar bestu þakkir fyrir og óskum þeim velfarnaðar við leik og störf.  HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30