Fréttir
16.10.2009 - Fuglaskoðunarferð 3.-5. bekkjar
 

Í morgun fóru nemendur 3.-5. bekkjar í fuglaskoðunarferð, ásamt kennara.  Tilgangurinn var að athuga hvaða fugla helst væri að finna í þéttbýlinu á þessum árstíma.  Ekki vissum við svo sem, þegar við lögðum af stað, á hverju við ættum von en það gladdi okkur að sjá alls átta tegundir og heyra í þeirri níundi.  Fuglarnir sem við sáum voru:  hrafnar, gæsir, skógarþröstur, sendlingar, máfar, þ.m.t. hettumáfur, æðarfuglar, dílaskarfur og svo heyrðum við í hávellum.  Við fórum niður á smábátabryggju og síðan yfir í Ytri-Gleðivík.  Þar var margt að sjá einnig.  Á leiðinni þangað hittum við Snæbjörn og hvolpinn hans og vakti hann mikla lukku.  Á heimleiðinni kíktum við í fuglasafnið og renndum okkur nokkrum sinnum niður brekkuna við Klörubúð.  Þetta var mjög skemmtileg og lærdómsrík ferð, eins og sjá má hér.  HDH


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31