Fréttir
11.01.2010 - Fjölgreindaspil
 

Krakkarnir í 6. og 7. bekk hafa, í lífsleiknitímunum í vetur, verið að vinna með fjölgreindakenningu Howards Gardners. Eitt af verkefnunum var að búa til spil þar sem verkefnin tengjast þeim átta greindum, sem Gardner telur að við búum öll yfir, í mismiklum mæli, þó hverri greind fyrir sig. Greindirnar sem Gardner fjallar um eru: Málgreind, Rök- og stærðfræðigreind, Rýmisgreind, Umhverfisgreind, Tónlistargreind, Samskiptagreind, Sjálfsþekkingargreind og Hreyfigreind. Spilið var vígt í kennslustund sl. föstudag og gekk það mjög vel. Nú er bara spurning hvort krakkarnir taka sig til og gefa spilið út fyrir næstu jól!!! Myndir eru hér. HDH


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31