Fréttir
11.05.2007 - Sigurvegarar í ratleiknum
 
Ratleikurinn fór fram í dag.  Veðrið hefði mátt vera betra en nemendur létu það nú ekki aftra för heldur tókust á við norðanvindinn og stóðu sig með mikilli prýði.
Að þessu sinni var þemað:  Evrópa og Eurovision.  Nemendum var skipt í sex lið og báru þau heiti íslensku Eurovisionfaranna sl. sex ár.  Þar mátti því finna lið Selmu Björnsdóttur, Two Tricky, Birgittu Haukdal, Eiríks Haukssonar, Einars Ásgeirs og Telmu að ógleymdri Silvíu Night.  Í upphafi leiks fengu liðin afhent kort af Djúpavogi.  Ofan á það var búið að setja kort af Evrópu þannig að vísbendingarnar sem nemendur fengu fólust í því að finna lönd og / eða borgir í Evrópu.  Sem dæmi má nefna að Sikiley lenti á Heilsugæslunni og Færeyjar voru á sumarbústaðnum uppi í Hlíð. 
Á hverri stöð þurftu nemenendur síðan að leysa skemmtilegar þrautir, tengdar Eurovision keppninni.  Skemmst er frá því að segja að sigurliðið var lið Eiríks Haukssonar (og náðu þau betri árangri en nafni þeirra gerði í gærkvöldi).  Þau fengu í verðlaun ísveislu í versluninni Við Voginn.
Myndir frá keppninni má finna á myndasíðunni undir Ratleikur.

smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31