Fréttir
18.02.2010 - Keppnisdagar 2010
 

Keppnisdögunum í grunnskólanum lauk í gær með miklu fjör í íþróttahúsinu.  Við skiptum krökkunum í 1.-5. bekk í fjögur lið og krökkunum í 6.-10. bekk í önnur fjögur lið.  Liðin kepptu í sundi, íþróttum, samfélagsfræði, myndmennt, heimilisfræði og hæfileikakeppni.  Fyrirkomulagið er þannig að sigurliðið í hverri grein fær 8 stig, liðið í öðru sæti 6, liðið í þriðja sæti 4 og liðið í síðasta sæti fær 2 stig.  Jöfnum höndum gefum við liðunum stig fyrir háttvísi þannig að liðið sem vinnur best saman og er með bestu liðsheildina fær 8 stig, liðið sem stóð sig næst best, 6 stig og þannig koll af kolli.  Í lokin leggjum við saman annars vegar stigin í keppninni sjálfri og hins vegar stigin fyrir háttvísina.  Þannig fást sigurvegarar í hvorum flokki fyrir sig, á báðum aldurshópum.
Sigurvegarar í yngri hópnum var liðið:  SVARTA STJARNAN en háttvísiverðlaunin hjá yngri félllu í skaut DJ.
Hjá eldri sigruðu KILLERS og hlutu þau einnig háttvísiverðlaunin.

Myndir frá öllum keppnisdögunum má finna hér fyrir neðan:

Keppnisdagur 1

Keppnisdagur 2

Keppnisdagur 3

HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30