Fréttir
05.05.2010 - Heimsókn til Jóns Friðriks
 

Nemendur 3. - 5. bekkjar fóru, ásamt Gesti, umsjónarkennara, í heimsókn til Jóns Friðriks í morgun.  Tilgangurinn var að skoða steinasafn Jóns og verkstæði en þar er hann að vinna að ótrúlegustu hlutum.  Kynningin var hluti af grenndarnámi bekkjarins og má með sanni segja að Jón búi yfir ótrúlega mörgum fallegum hlutum sem hann hefur safnað að sér og er að vinna ýmsar gersemar úr.  Grunnskólinn vill þakka Jóni kærlega fyrir að taka svona vel á móti nemendunum.  Myndir eru hér.  HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30