Fréttir
12.05.2010 - Ratleikur 2010
 

Sælir foreldrar / forráðamenn

Þrátt fyrir að það líti út fyrir einhverja rigningu á föstudaginn höfum við ákveðið að hafa ratleikinn eins og auglýst hefur verið, klukkan 8:30 í Hálsaskógi.
Nemendur hafa nú allir fengið áheitaumslög með sér heim og þætti okkur vænt um ef þið aðstoðuð þau við að safna áheitum hjá sínum nánustu.  Ekki þarf að heita háum upphæðum, hver króna skiptir máli.
Aðeins eitt foreldri hefur haft samband og boðið fram aðstoð sína á föstudaginn.  Mjög gott væri ef 2-3 í viðbót sæju sér fært að koma og taka þátt í þessu með okkur.  Ekki er um flókin verkefni að ræða, aðeins yfirseta á einni stöð.  
Mikilvægt er að börnin séu í regnfötum og gúmmískóm / stigvélum og með gott nesti.
Boðið verður upp á eitthvað lítilræði í lok ratleiks á föstudaginn.  HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30