Fréttir
03.02.2011 - Eðlisfræði hjá 7. og 8. bekk
 

Í eðlisfræði hjá 7. og 8. bekk reynum við að hafa verklega tíma ekki sjaldnar en á tveggja vikna fresti. Síðasta þriðjudag gerðum við tilraunir með rafmagn. Nemendur athuguðu hvaða hlutir leiddu rafmagn. Fram kom að Guðjón leiddi t.d. rafmagn vel en ekki strokleður. Við skoðuðum hvernig stöðurafmagn er fangað í blöðru, hvernig jólasería er tengd saman þannig að það logi á öllum perum og hvernig stöðurafmagn dregur að sér vatn. Nemendur gátu þannig beygt vatnsbunu bæði með blöðru og greiðu.

Myndir má sjá með því að smella hér.

LDB


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31