Fréttir
03.02.2011 - Gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness
 

Við fengum höfðinglega gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness í síðustu viku. Gjöfin  var Galíleó stjörnusjónauki sem gerir okkur kleift að skoða himintunglin eins og Galíleó sá þau. Nemendur í 9. og 10. bekk fengu það flókna verkefni að setja sjónaukann saman og gaf það þeim innsýn í það hvernig sjónaukar virka. Einnig fengum við mynddisk um þróun stjörnusjónaukans síðustu 400 árin og bók fyrir stjörnuáhugafólk. Bæði mynddiskurinn og bókin eru á bókasafninu þar sem áhugasamir sjörnuskoðarar geta nálgast þetta spennandi efni.

Með kærri þökk fyrir okkur, Grunnskóli Djúpavogs. LDB

Myndir má sjá hér.


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31