Fréttir
03.02.2011 - Vinnustaðaheimsókn hjá 9.-10. bekk
 

Undanfarin misseri hafa nemendur í Grunnskóla Djúpavogs verið í skipulögðu grenndarnámi þar sem þeir læra um sitt nánasta umhverfi. Í því fellst m.a. að læra örnefni í Djúpavogshreppi, sögu hans, hvað náttúran hefur að bjóða, hvaða bátar eiga heimahöfn hér, o.m.fl. Nemendur í 9. og 10. bekk eru um þessar mundir að skoða atvinnulíf hreppsins. Síðasta þriðjudag fóru þeir í fyrstu vinnustaðaheimsókn vetrarins. Hver nemandi hafði valið sér fyrirtæki eða stofnun sem hann hafði  áhuga á að kynna sér. Vinnustaðirnir sem urðu fyrir valinu að þessu sinni voru Rafstöð ehf, Arfleifð, leikskólinn, grunnskólinn og íþróttamiðstöðin. Auk þess að skoða viðkomandi staði fengu þeir að taka þátt í hinum ýmsu störfum. Án efa eiga þessar heimsóknir eftir að víkka sjóndeildarhring nemendanna og þökkum við kærlega fyrir góðar móttökur sem nemendur fengu. BE og UMJ

Myndir má sjá með því að smella hér.


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31