Fréttir
09.11.2011 - Grænfáninn dreginn að húni
 

Á morgun, þann 10. nóvember verður mikill gleðidagur í Djúpavogsskóla.  Þá mun fulltrúi frá Landvernd afhenda grunn- og leikskólunum Grænfánann, sem viðurkenningu fyrir að standa sig vel í umhverfismálum.
Af því tilefni ætlum við að hafa stuttar athafnir í báðum skólunum.  Allir íbúar og velunnarar skólanna eru hjartanlega velkomnir til að fagna þessu tilefni með okkur.
Athöfnin hefst klukkan 10:00 í leikskólanum.  Þar munu leikskólabörnin segja frá því sem þau hafa gert, þau syngja tvö lög og fulltrúi Landverndar flytur ávarp.  Þá sýna börnin verkefni sem þau hafa verið að vinna að sl. vikur.  Síðan verður fáninn dreginn að húni.
Athöfnin í grunnskólanum hefst klukkan 10:45.  Þar munu grunnskólabörnin kynna sína vinnu, samsöngsnemendur syngja tvö lög, fulltrúi landverndar flytur ávarp og fáninn verður dreginn að húni.  Að því loknu verður kaffi, djús og kaka í boði fyrir alla og gestir geta skoðað verkefni sem nemendur hafa unnið að sl. vikur.

Af þessu tilefni ætlum við í Djúpavogsskóla að hafa grænan dag á morgun.  Við ætlum að mæta í grænum fötum í skólana, eða með eitthvað grænt á okkur.  Hvetjum við alla íbúa til að gleðjast með okkur og gera slíkt hið sama.  HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30