Fréttir
16.12.2011 - Skemmtilegt bréf frá Ţýskalandi
 

Þegar ég mætti til vinnu í morgun var brúnt umslag á borðinu mínu.  Á því var blár miði sem á stóð:  PRIORITAIRE, PARAVION.  Utan á umslaginu stóð:

Grunnskóli Djúpivogur
-skólastjóri eða staðgegill-
ÍS - 765 Djúpivogur
Island
Ísland

Eins og lög gera ráð fyrir opnaði ég umslagið.  Inni í því var kort og var búið að stinga mörgum ljósmyndum inn í kortið.  Í kortinu stóð þetta:

Dr. Ernst-Friedrich Krauss
Im Alten 7
D 79539 Lörrach
Lörrach, 09. desember 2011

Góðu krakkar minir grunnskólans í Djúpuvogi!
Kannski munið þið eftit því?

Í byrjun september í ár var ég í gönguferð í Djúpuvogi á litlum sjónarhól.  Ég för framhjá skólanum.  Klukkan var tólf og skólinn var búinn.  Nemendurnir voru að fara úr skólanum.  Dökkhærður strákur spurði mig á ensku:  "Hvað heitirðu? Og hvadan ertu?"  Ég svarði:  "ég heiti Ernst, ég er Þjóverji."  Strákurinn gladdist og kallaði til bekkjarfélaganna sinn:  "Komiði! Hérna er Þjóðverji! Það er gaman!  Ég var þegar umkringdur af mörgum  litlum íslendingum.  Auðvitað tóku krakkinir eftir því, að ég tala bara lítið í íslensku.  Þessvegna reyndu krakkarnir kenna mér svolítið í íslensku, þessvegna t.d. að telja og svarið að "takk fyrir" - "gerið svo vel".

Þetta var ein af skemmtilegustu reynslum mínum á Ísland.  Ég mun aldrei gleyma og hugsa oft til Djupivogs og til glöðu nemendanna grunnskólans.  Takk fyrir!

Ég hef tekið nokkrar ljósmzndir og sendi ykkur þær.

Ég óska ykkur, fjölskyldum ykkar og kennörunum ykkar skemmtilegrar aðventutiðar, gleðilegrur jóla og farsæls komandi árs 2012!

Bestu kveðjur
Ernst-Friedrich Krauss

Börnin sem hittu þennan almennilega Þjóðverja voru:  Mark, Matti, Anna, Katla, Íris, Camilla, Aldís, Elísa, Laura, Natalía, Ísold og Lilja.  Þessi börn fá sendar ljósmyndir heim.   HDH

 

 


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30