Fréttir
08.02.2012 - Lestrarátak í grunnskólanum
 

Í gær hófst lestrarátak í grunnskólanum.  Starfsfólk skólans hefur undanfarið fylgst með umræðum í þjóðfélaginu um læsi (ólæsi) barna á Íslandi og fannst okkur ómögulegt annað en að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að reyna að koma í veg fyrir ólæsi barna á Djúpavogi.  Bókasafnsvörður Djúpavogshrepps hafði einnig lýst áhyggjum sínum vegna þess hversu lítið færi út af bókum á safninu, þá sérstaklega hjá unglingunum.

Var því ákveðið að blása til sóknar og nú er átakið hafið.  Við lögðum höfuð okkar í bleyti til að finna út hvernig best væri að standa að þessu og niðurstaðan varð sú að við fengum lánaða trjágrein í garði hér í næsta nágrenni og erum búin að "planta" henni hér innanhúss.  Fyrirkomulagið verður þannig að í hvert sinn sem nemandi klárar bók skráir hann á laufblað nafn bókar, nafn höfundar, fjölda blaðsíðna, nafn sitt og gefur síðan bókinni einkunn.  Laufblaðið klippir hann síðan út og hengir á tréð.  Hver bekkjardeild hefur sinn lit:  1.og 2. bekkur eru græn, 3. og 4. bekkur eru gul, 5. - 7. bekkur eru bleik og 8.-10. bekkur eru fjólublá.

Einu sinni í viku ætla ég síðan að taka mynd af trénu og setja hana hér á heimasíðuna þannig að þið getið fylgst með.  Lestrarátakið stendur fram að páskum og eftir páska ætla elstu nemendurnir að taka niður laufblöðin og vinna verkefni í stærðfræði, taka saman fjölda lesinna bóka, fjölda blaðsíðna o.m.fl.  HDH


smţmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31