Fréttir
10.02.2012 - Stattu upp!!
 

Skoðanakannanir, vegna Evróvision, voru gerðar af tveimur bekkjardeildum í dag.  Annars vegar 3.-4. bekkjar og hins vegar 5.-7. bekkjar.  Niðurstöður eru hér fyrir neðan:

STATTU UPP!
Nemendur 3. - 4. bekkjar (ásamt Unni kennara) spáðu í dag fyrir um úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Börnin fengu að fara inn í tíma hjá öllum nemendum skólans og einnig á kennarastofuna til þess að fá álit allra á því hvaða lag við Íslendingar eigum að senda í Evrovision keppnina í Azerbaijan í maí n.k.

Niðurstaðan varð eftirfarandi:

1.  Stattu upp - með 26 atkvæði
2.  Hugarró – með 9 atkvæði
3.  Hjartað brennur - með 7 atkvæði
4.  Hey – með 3 atkvæði
5.  Mundu eftir mér – með 2 atkvæði
6.  & 7.  Aldrei sleppir mér og Stund með þér – hlutu engin atkvæði

Nemendur 3.-4. bekkjar Djúpavogsskóla spá því laginu ,,Stattu upp“ sigri í keppninni annað kvöld!
Fylgjumst öll spennt með og höfum gaman af!     
                                                                            UMJ og 3.-4.b

Hjá 5. og 6. bekk var niðurstaðan keimlík. 

1.  Stattu upp - með 27 atkvæði
2.- 3.  Hugarró og Hjartað brennur - 6 atkvæði
4.  Hey - með 3 atkvæði
5.-6. Mundu eftir mér og
Aldrei sleppa mér
7. Oj (ætla ekki að horfa) - 1 atkvæði
8.  Stund með þér - 0 atkvæði

Þau tóku sig einnig til og gerðu súlurit og er hægt að sjá myndir af því
hér.                                                                                                                                            ALH og 5.-7. b


smţmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31