Fréttir
10.02.2012 - Skólahreystitćkin
 

Eins og þið vitið auglýsti ég, fyrir jól, eftir styrktaraðilum vegna kaupa á tækjum til að æfa fyrir Skólahreysti.  Skemmst er frá því að segja að Samkaup - Strax og Umf. Neisti brugðust skjótt við og styrktu grunnskólann samtals um 150.000.- þ.e. 75.000.- krónur hvor aðili.

Tækin komu fyrir nokkru og í vikunni fékk ég þær Sóleyju Dögg, formann Neista og Írisi Dögg, verslunarstjóra Samkaupa-Strax á Djúpavogi í heimsókn í íþróttahúsið til að taka af þeim þessa fínu mynd.  Með þeim á myndinni eru upprennandi "skólahreystikeppendur."  Undankeppni Skólahreysti fer fram á Egilsstöðum 15. mars nk. og eru unglingarnir okkar á fullu að undirbúa sig fyrir það.

Grunnskólinn þakkar fyrrnefndum styrktaraðilum kærlega fyrir frábæra gjöf, sem á eftir að nýtast öllum nemendum skólans á næstu árum. 

HDH

 

 


smţmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31