Fréttir
26.02.2012 - Undankeppni upplestrarhátíđar
 

Nemendur 7. bekkjar héldu æfingu fyrir Stóru upplestrarhátíðina í kirkjunni sl. föstudag.  Venjulega þurfa þeir að ganga í gegnum undankeppni til að velja tvo þátttakendur úr bekknum, en þar sem nemendur bekkjarins eru aðeins þrír, kveða reglur keppnir á um það að allir skuli taka þátt.  Er það einnig við hæfi að Djúpavogsskóli fái að senda þrjá keppndur í ár þar sem lokakeppnin verður haldin í Djúpavogskirkju þann 7. mars næstkomandi.  Verður sá viðburður auglýstur nánar þegar að honum kemur.

Athöfnin í kirkjunni á föstudaginn var mjög notalega og er frábært að sjá hvað nemendurnir taka alltaf miklum framförum undir öruggri leiðsögn Berglindar Einarsdóttur.  Foreldrar upplesaranna mættu í kirkjuna, auk þess sem nemendum 5.-10. bekkjar var boðið sem áhorfendum.  Myndir eru hér.  HDH


smţmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31