Fréttir
23.03.2012 - Skólahreysti
 

Þann 15. mars sl. fóru þrír nemendur úr 8. bekk og einn nemandi úr 10. bekk til Egilsstaða og kepptu fyrir hönd skólans í Skólahreysti.  Þetta voru þau Anný Mist, Elísabet Ósk, Bjarni Tristan og Adam.  Stóðu þau sig afskaplega vel, lentu í 8. sæti af 12. 
Með þeim fór klapplið 6.- 10. bekkjar, og voru þau íklædd appelsínugulu frá toppi til táar, enda var appelsínugulur liturinn okkar í ár.  Myndir frá keppninni verða sýndar í Rúv, þriðjudaginn 27. mars.

Djúpavogsskóli þakkar "appelsínugula liðinu" frá því í fyrrasumar, kærlega fyrir að lána okkur appelsínugula boli, hatta o.fl.  Myndir eru hér.  HDH


smţmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31