Fréttir
04.04.2012 - Stóra upplestrarkeppnin 2012
 

Lokahátíð Stóru - upplestrarkeppninnar fór fram í Djúpavogskirkju þann 28. mars sl.  Mjög góð mæting var og fór athöfnin mjög vel fram.  Hún hófst á því að Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, setti keppnina, en síðan tók Ragnar Sigurður Kristjánsson, sigurvegarinn frá því í fyrra við stjórnartaumunum.  Hélt hann þeim allt til loka og stóð sig með mikilli prýði.

Keppendur byrjuðu á því að lesa óbundið mál og að því loknu bauð foreldrafélagið uppá skúffukökur, pizzasnúða og kaffi en Mjólkursamsalan bauð uppá Kókómjólk.  Síðan héldu keppendur áfram, lásu fyrst ljóð eftir Gyrði Elíasson en síðan ljóð að eigin vali.  Svo fór að tvær stúlkur frá Hornafirði hrepptu 1. og 2. sætið en einn af okkar keppendum, Kristófer Dan Stefánsson hreppti þriðja sætið. 

Á meðan dómnefndin réð ráðum síðum fluttu nemendur og kennnarar við tónskólann fjölbreytt og vönduð tónlistaratriði, ásamt því að samsöngskórinn söng tvö lög.  Myndir má finna með því að smella hér.  HDH


smţmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31