Fréttir
11.04.2012 - Annađ bréf frá Ernst-Friedrich
 

Eins og einhverjir lesendur heimasíðunnar muna kannski eftir fengum við í grunnskólanum skemmtilegt bréf frá þýskum ferðamanni, sem ég birti á heimasíðunni 16. desember sl.  Ég fékk börnin í viðverunni til að búa til fallegt jólakort og síðan svaraði ég bréfinu til Ernst-Friedrich.  Þann 29. mars fékk ég svo tölvupóst frá Ernst sem mig langar til að deila með ykkur hér á síðunni.
Ég held að við getum titlað Ernst-Friedrich sem sérstakan vin Djúpavogs, frá og með þessum degi.  Bréfið hans kemur hér á eftir.  HDH

Lörrach, 29. mars 2012

Komdu sæl og blessuð, Halldóra!

Það var stór gleði að fá bréfið þitt og jólakort barnanna! Þakka ykkur kærlega fyrir það! Fyrirgefið þið hvað ég er lengi að svara!

Þetta var fyrsta ferð mín til Íslands og  mér fannst hún stórkostleg, alveg ógleymanleg upplifun. Hún fór langt fram úr (miklu) væntingum mínum – íslenska landslagið er stórbrotið og íslendingar eru mjög vingjarnlegir og þægilegir. Djúpivogur og börnin Djúpavogsskóla eru góð dæmi um það – um fegurð landsins og um vingjarnleiki manna!

Til þess að undirbúa ferðina mína til Íslands – ég fór með bílferju til Seyðisfjarðar og var í þrjár vikur á Íslandi og í eina viku í Færeyjum – las ég um Ísland (til dæmis ferðasögu „Góðir Íslendingar“ eftir Huldar Breiðfjörð [á þýsku]) og ég reyndi að kynnast eitthvað gerð íslenskrar tungu. Á Íslandi reyndi ég að tala eitthvað á íslensku. Oft var fólk mjög  hjálpfúst og talaði hægt og greinilega við mig og hjálpaði mér. Það var gaman! Ef íslenska mín nægði ekki, talaði ég norsku, þýsku eða ensku. Það var ekki vandamál.

Núna var það ekki mjög erfitt fyrir mig að skilja bréfið þitt og kort barnanna – auðvitað með orðabók. Það er erfiðara að skrifa.

Í háskólanum í Freiburg læri ég nú íslensku. Kennarinn heitir Hafdís Sigurðardóttir. Hún er frá Akureyri. Kennslan er góð. Mjög erfitt eru fyrir mig framburðurinn og málfræði (beyingarendigarnar). Vonandi læri ég það! Sem betur fer er til „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“ eftir Kristin Bjarnardóttur í „Stofnun Árna Magnussonar í íslenskum fræðum“ og kennslubók í málfræði „Íslenska fyrir útlendinga“. Og ég æfi mig að lesa íslensku: Bréfið ykkar og kort, og bækur - handa börnum (Richard Scarry, „Fyrsta orðabókin mín) og handa fullorðnum (Góðir Íslendingar“ [núna á íslensku J] –  með hlóðbók).

Nú er komið vor hér í suðvestri Þýskalands (borgin mín Lörrach liggur að Svisslandi [Basel] og Frakklandi) – það er varmt (síðdegis yfir 20°C), sólin skín, og tréin, runnarnir og blómin blómstra. Það er mjög gott!

Ég vona að ég kann ferðast til Íslands líka þetta ár – og svo tala betri íslensku J!

Ég oska ykkur gleðilega páska!

Bestu kveðjur og gangi þér vel

Ernst-Friedrich


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30