Fréttir
18.04.2012 - Páskasögur
 

Þau páskarnir séu liðnir, fyrir nokkru, þá langar mig að birta hér nokkrar skemmtilegar páskasögur sem krakkarnir í 3. og 4. bekk skiluðu til umsjónarkennara rétt fyrir páskana.  HDH

Páskaunginn fer í súkkulaðilandið

Einu sinni var ungi sem ætlaði að fara í ferðalag. Hann leit á landakortið til að leita sér að rétta staðnum. Svo sagði hann „úúúúú, Súkkulaðilandið, ég ætla að fara þangað“. Svo lagði hann af stað. Hann labbaði og labbaði . Á leiðinni hitti  hann mús, skjaldböku, héra, uglu,svín og hest.  Já ég er kominn, loksins. Þegar unginn var að tjalda við tré þá sagði einhver „Velkominn til Súkkulaðilandsins. Það var tréð. „Takk fyrir“, sagði unginn. Þetta var súkkulaðitré. Þá sagði tréð „Þú mátt taka af  mér súkkulaði, alltaf. „Takk“. Næsta morgun borðaði unginn svo  mikið að hann var að deyja. Úúúúfff. Svo allt í einu sprakk unginn.“ Obobob ææóó“ sagði tréð . „Ekki gott“.  (Íris Antonía)

Páskaunginn

Einu sinni var stelpa sem hét Lísa. Einn daginn fann Lísa egg og fór með það inn. Ungi klaktist út og þegar hann var stór verpti hann páskaeggi á hverjum páskum. (Viktor Logi)

Páskar

Einu sinni voru páskaungar sem áttu heima í súkkulaðiverksmiðju.  Annar var stór en hinn lítill. Litli unginn langaði svo mikið í páskaeggið sem stóri bróðir hans hafði keypt.  Hann var alltaf að suða í stóra bróður sínum.  Svo faldi stóri unginn eggið og þá fékk hann frið.  (Þór)

Páskar

Þennan skírdag var ég að kaupa páskaegg og ég fékk númer 40. Þrem dögum síðar voru páskar og ég borðaði og borðaði og borðaði yfir mig. Nú langar mig að fá númer 1000.  (Katla Rún)

Lilli páskaungi

Einu sinni á fjarlægri eyju var páskaungi sem hét Lilli. Hann var að búa til súkkulaðiegg handa páskakonungi.  Olga vildi að hún yrði best í öllu, en Lilli hann vissi ekki að hún væri öfundsjúk.  Hann setti 40 gúmmíkalla, 64 súkkulaði og 90 karamellur í páskaeggið sem var númer 400 að stærð. Vinur hans sagði við hann. „Komdu út Lilli“.  „Ókey“ sagði Lilli. Þá kom Olga og skemmdi allt. Lilli gaf því lítið páskaegg en konungurinn var ánægður og sagði „Það skptir engu máli hvort eggið er stórt eða lítið, ég verð alltaf þakklátur“ . Hann kom til Lilla og sagði „Þúsund þakkir“.  Olga var rekin en hún fékk sér annan unga.  Þetta er sagan um að vera þakklátur.  (Viktoría Brá)

Páskaunginn

Einu sinni var lítill páskaungi sem var á páskaeggi nr. 4 í búðinni. Honum leiddist mikið og kveið fyrir því hver myndi kaupa hann.  Einn dag kom lítil stelpa með foreldrum sínum í búðina til að kaupa egg. Hún skoðar fullt af eggjum og þegar hún sá eggið með Unganum þá fannst henni Unginn brosa til hennar.  Hún stillti Unganum uppá hillu heima hjá sér og lék við hann alla daga.  Unginn var mjög glaður.   (Ísabella Nótt)

Páskaunginn

Einu sinni  var páskakanína sem hét Palli, hann átti pabba  og  mátti  koma  með honum í vinnuna.  Þar voru búin til páskaegg ,súkkulaðidropar, sykurpúðar og fullt meira.  Kalli pabbi hans Palla var stjóri yfir páskavinnunni og  átti aðstoðarmann sem hét Úlli og þegar Palli varð stór báru þeir páskaeggin út og báru til einnar stelpu . Um nóttina sá stelpan páskakanínurnar.  Hún stökk niður með myndavélina en þá voru þeir farnir.  Svo leið nóttin  og stelpan tók nokkrar myndir og á einni myndinni sást í skottið á Palla og þau leituðu að páskaeggjum og borðuðu þau auðvitað.  (Diljá Ósk)

Páskadagur.

Á hverju ári fæ ég páskaegg.  Og mamma og pabbi fela það.  Stundum fæ ég og strákarnir að fela páskaeggin mömmu og pabba. (Eydís Una)

Páskaunginn

Einu sinni var páskaungi . Hann átti afmæli 27. mars. Hann var blár og honum fannst gaman að leika við vini sína. Besti vinur hans var Kári.  (Guðrún Lilja)

Páskaferð

Ég fer 30. mars til mömmu og verð þar um páskana.  Ég fæ páskaegg númer 10. Svo ætla ég bara að hafa gaman um páskana. (Camilla Rósey)

Páskasaga

Einu sinni um páskana var páskaungi og páskakanína, þau voru vinir. Þau voru að vinna saman að því að búa til páskaegg fyrir börnin. Þau fóru  með páskaegginn í bátinn og þau sigldu til barnanna og þá fengu sumir númer 40 eða 1000 og þau voru ánægð.  (Hafrún Alexía)


smţmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31