FrÚttir
21.05.2012 - Ratleikurinn 2012
 

Ratleikur grunnskólans fór fram þriðjudaginn 8. maí sl. Þemað að þessu sinni var Afríka og hét hvert lið eftir einhverju ríki í þeirri heimsálfu.

Búið var að koma fyrir stöðvum um allan bæ, sem keppendur þurftu að finna og leysa þraut á hverri þeirra. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi fengið öll sýnishorn af veðri þennan dag, alveg frá sólskini og blíðu yfir í svartaél og var það síðarnefnda kannski ekki alveg í anda Afríku.

Síðasta þrautin var á sparkvellinum þar sem nemendur áttu að semja og flytja lag við mismunandi þemu, t.d. ósk um rigningu, ósk um góða veiði, ósk um frjósemi o.s.frv.

Að lokum stóð liðið Sierra Leone uppi sem sigurvegari og fékk í verðlaun ísveislu í versluninni Við Voginn.

Myndir frá keppninni má sjá með því að smella hér.

ÓB


smmffl
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30