Fréttir
22.05.2012 - Háskóli unga fólksins
 

Í fyrra fengum við smjörþefinn af því sem Háskóli unga fólksins stendur fyrir þegar unglingastigið fór til Hafnar í Hornafirði á Háskólalestina. Vika í námskeiðum er haldin í Reykjavík og hvetjum við foreldra ásamt börnum að kynna sér hvað sé í boði.

Í ár verður bryddað upp á ýmsum nýjungum í framboði námskeiða. Meðal annars verður hægt að sækja námskeið í kínversku, ritlist, indíánum í Mið-Ameríku, listasögu, heimspeki, Evrópufræði og tómstunda- og félagsmálafræði. Auðvitað verða "gömul og góð" námskeið einnig á sínum stað.

Skráning í Háskóla unga fólksins er hafin en hún fer alfarið fram með rafrænum hætti í gegnum heimasíðuna www.ung.hi.is undir flipanum "Skráning". Allir grunnskólanemendur í 6. - 10. bekk geta skráð sig þar í fjölmörg námskeið sem verða í boði í ár dagana 11. - 15. júní nk. á háskólasvæðinu. Við reiknum með að sæti í Háskóla unga fólksins fyllist á allra næstu dögum og hvetjum því áhugasama að skrá börn sín hið fyrsta.

Háskóli unga fólksins hefur varið haldinn ár hvert frá 2004 og notið mikilla vinsælda. Hægt er að fylgjast með skólanum á heimasíðunni: www.ung.hi.is og á Facebook síðunni:

http://www.facebook.com/pages/H%C3%A1sk%C3%B3li-unga-f%C3%B3lksins-HUF/196229883748644


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30