Fréttir
03.09.2012 - Fundargerđ
 

Fundargerð

Fundur var haldinn í grunnskólanum  20. ágúst 2012.  Á fundinn voru boðaðir fulltrúar frá Umf. Neista, foreldrafélagi grunnskólans og fræðslunefnd grunnskólans.  Fundurinn hófst klukkan 14:05.

Ástæðan fyrir fundarboðinu var niðurstaða úr sjálfsmati leikskólans en þar kom fram óánægja hjá nokkrum foreldrum með fyrirkomulag Neistatíma - á starfstíma leikskólans.

Á fundinn mættu:  Halldóra Dröfn, Lilja Dögg, Kristborg Ásta og Ester Sigurásta.

1.       Rætt um samstarf Neista og leikskólans .

Halldóra gerði grein fyrir niðurstöðum sjálfsmatsins á leikskólanum.  Fundarmenn ræddu ýmsar útfærslur á þessu og m.a. hvort það ætti yfirhöfuð að bjóða leikskólabörnum uppá að mæta í Neistatímana.

Fundarmenn voru sammála um að það væri mikilvægt fyrir foreldra og börnin að hafa þennan möguleika því oft er kominn ákveðinn þreyta í börn á síðast ári leikskólans og hreyfing því mikilvæg fyrir fjöruga krakka.

Halldóra sagði frá því að hreyfing væri stór hluti af starfinu á leikskólanum og væri mjög vel að því staðið.  Þá sagði hún einnig frá því að stefnt væri að því að bjóða elsta árganginum í leikfimi með 1. bekk annan hvorn mánudag, eins og verið hefði að hluta sl. vetur. 

Fundarmenn samþykktu einróma að mikilvægt væri að foreldrar og börn hefðu þennan möguleika - að mæta í Neistatímana en að gera þyrfti ákveðnar breytingar þannig að um samstarf yrði að ræða.  Fyrirkomulagið í vetur verði þannig:

a)      Starfsmenn leikskólans sjá til þess að börnin séu tilbúin í fataklefanum 10 mín. áður en tíminn hefst.

b)      Starfsmaður / þjálfari Neista, sækir börnin og fylgir þeim upp í íþróttahús

c)       Foreldrar sækja börnin og skila þeim í leikskólann eða taka þau heim (fer eftir vistunartíma barnsins).

2.       Rætt um samstarf Neista og grunnskólans

Fundarmenn gerðu drög að stundatöflu fyrir grunnskólann og Neista.  Erfitt er að pússla þessu öllu saman þar sem taka þarf tillit til ýmissa þátta.

Einnig er ekki búið að ráða þjálfara í allar stöður og er eins víst að einhverjar breytingar þurfi að gera þegar þjálfaramálin eru komin á hreint.

Neistakonur ætla að hittast aftur og fara yfir málið J

3.       Önnur mál

Önnur mál engin.  Fundi slitið 15:50.

Halldóra Dröfn, fundarritari


smţmffl
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30