Fréttir
04.09.2012 - Neistatímar haust 2012
 

Kæru foreldrar Neistabarna

Núna fyrstu tvær vikurnar í skóla og Neistatímum verður fínpússun á tímum svo endanleg tafla verði til. Við viljum bjóða alla krakka velkomna í alla tíma hjá þeirra aldurshóp fyrstu tvær vikurnar. Eftir það festa þau sig í ákveðnum tímum. Engir tímar eru felldir niður þar sem aðsókn í tíma er góð. Við erum hins vegar að reyna eftir fremsta megni að þjappa töflunni svo dagurinn verði styttri.

Þjálfarar í ár eru Ester Sigurásta með sund og íþróttir, Óðinn verður fótboltaþjálfari og einnig með frjálsar íþróttir og Hörður verður með honum í þeim tímum. Albert hefur gefið kost á sér í afleysingar.

Þær breytingar á töflu sem við sjáum strax er á þriðjudögum að sund hjá 7. – 10. bekk færist fram um einn tíma, fara þá nemendur beint úr kennslu í sundþjálfun og er þá skóladagurinn búinn kl. 15.

Samkvæmt skráningum í dag er metþátttaka í stelpu fótbolta, frjálsum íþróttum yngri og íþróttum eldri. Hlökkum við til að vinna með þjálfurum, nemendum og foreldrum í vetur. Foreldrar eru ávallt velkomnir í tíma. Það er mjög hvetjandi fyrir nemendur að fá foreldra í heimsókn.

Stjórn Neista


smţmffl
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31