Fréttir
04.10.2012 - Haustgangan
 

Haustganga Djúpavogsskóla var farin þriðjudaginn 25. september í einmuna blíðu.

Yngstu nemendur gengu sem leið lá upp Klifið og inn að Olnboga. Þar settist hópurinn niður og borðað nesti og lék sér aðeins í klettunum. Frá Olnboga var gengið yfir að Hermannastekkum og inn í Hálsaskóg. Þar léku nemendur sé í frjálsum leik eða hvíldu sig í blíðunni. Hópurinn gekk svo alla leið heim aftur. Ferðin gekk vel enda frábært veður og góð stemming í hópnum.

 Nemendur í 5. 6. og 7. bekk fóru saman í hóp. Ferðinni var heitið í Æðarsteinsvita. Á leiðinni var komið við íbátasmiðjunni Rán og var Villi á staðnum og leyfði hann nemendum að skoða bátinn þeirra og prófa að klifra upp í hann. Nesti var tekið við Bræðsluna í skjóli og svo var farið í fjörugöngu að Æðarsteinsvita. Sumir brögðuðu á skarfakáli en aðrir skoðuðu hella við sjávarminnið. Eftir klifur í vitann fór hópurinn í skemmtilegan flækjuleik og þaðan í gamla fjárrétt rétt hjá vitanum. Endastöðin var æfingahúsnæði Tónleikafélags Djúpavogs og snertu nokkrir nemendur lítillega á hljóðfærum.

Unglingarnir gengu sem leið lá suður eftir flugbrautinni og síðan yfir í Kiðhólma.  Margt var skoðað og rætt á leiðinni og þegar farið var tilbaka var gengið inn með ströndinni og síðan upp með Borgargarðsvatni.

Í öllum ferðalögum á vegum skólans er fjallað um örnefni og sögu eins og kennarar hafa vitneskju til.  

Haustgangan í ár var í alla staði mjög skemmtileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.   HDH (og starfsfólk)


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31