Fréttir
19.10.2012 - Árshátíđarundirbúningur
 

Til foreldra / forráðamanna

Í morgun fengu börnin í grunnskólanum að vita hvaða hlutverk þau fá í Bugsy Malone, leikritinu sem við ætlum að setja upp á árshátíðinni.

Eins og alltaf þegar verið er að velja hlutverk er í mörg horn að líta.  Sumir sem fengu stórt hlutverk í fyrra fá kannski minna hlutverk núna - aðrir eru fæddir í eitthvað hlutverk sem er verið að vinna með akkúrat núna o.s.frv.  Þegar valið er í hlutverkin er einnig reynt að skoða sterkar hliðar barnanna og koma til móts við þau, þar sem þau eru best.  Auðvitað er það samt þannig að aldrei er hægt að gera öllum til hæfis en við vonum að þau sem voru kannski pínu ósátt í morgun átti sig á því að þau gegna öll lykilhlutverki í leikritinu.
Einnig vil ég benda á að þó setningarnar séu kannski ekki margar, sem barnið þarf að segja, þá getur verið að það sé heilmikið uppi á sviði í mörgum atriðum, jafnvel að syngja eða dansa.

Við ætlum að hafa eitthvað heimanám fram undir miðja næstu viku.  Eftir það fer að draga úr.  Vil ég samt biðja ykkur um að láta börnin byrja strax á morgun að lesa handritin, læra línurnar sínar og líka skoða hvar þau eiga að koma inn á sviðið, eiga þau að dansa, hreyfa sig o.s.frv.  Það er ekki síður mikilvægt að læra það.

Í næstu viku höfum við samlestur á mánudegi og þriðjudegi hjá 4.-10. bekk.  Á miðvikudaginn hefjast æfingar fyrir hádegi, lítið hjá yngstu bekkjunum til að byrja með en þær detta á af fullum þunga í þarnæstu viku.

Í næstu viku verður kennsla eftir hádegi og Neistatímar og tónskóli skv. stundaskrá.

Ég sendi annan póst í lok næstu viku til að fara yfir málin þá.

Megið þið öll eiga góða helgi.
Dóra og starfsfólk grunnskólans


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30