Fréttir
30.05.2007 - Vordagar
 

Vordagarnir eru nú í fullum gangi.  Í þessum töluðum orðum eru nemendur 3. og 4. bekkjar á Hornafirði í safnaferð.  Nemendur 5. bekkjar eru að leggja lokahönd á sveitaverkefnið sitt og 6. bekkur er úti í guðsgrænni náttúrunni að bera áburð á tré og reita frá þeim.  Þau munu síðan gróðursetja blóm og setja niður kartöflur.  1. og 2. bekkur eru að undirbúa fjöruferð og hafa verið að búa til fjörulíkan í morgun.  Í fyrramálið fara þau og safna dóti til að skreyta fjöruna sína með.  7. - 10. bekkur átti að fara út í Papey en vegna mikillar ólgu í sjónum var hætt við það.  Þau eru nú að vinna í þremur mismunandi hópum og er hver hópur að mála hluta af vegg hér í skólanum.
Afrakstur allra þessara verka verður sýndur í skólanum á skólaslitadaginn þann 5. júní nk.


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31