Fréttir
10.08.2013 - Myndir frá grunnskólanum
 

Vegna anna hefur lítið verið sett inn af myndum frá grunnskólanum.  Það breytir þó ekki því að nóg var um að vera í maí og hef ég nú sett inn fjögur myndasöfn.

Það fyrsta er frá ratleiknum sem haldinn var í Hálsaskógi í maí. Smellið hér.

Næsta er frá heimsókn Reynis Arnórssonar, en hann var með kynningu á notkun reiðhjólahjálma. Smellið hér

Þriðja myndasafnið er frá Vordögunum, þegar nemendur 4. og 5. bekkjar fór inn á Teigarhorn með Rannveigu umsjónarkennaranum sínum.  Smellið hér.

Síðasta myndasafnið er frá gróðursetningu elris en nokkrir nemendur úr 4. og 5. bekk buðust til að hjálpa skólastjóra við að gróðursetja tré, sem skólinn fékk úr Yrkjusjóðnum.  Smellið hér.

HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30