Fréttir
08.11.2013 - Dagur gegn einelti
 

Dagurinn 8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.  Í dag er hann haldinn hátíðlegur í þriðja sinn og er markmiðið með deginum að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er.
Við hvetjum alla til að nýta daginn til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og beina athyglinni að því að koma í veg fyrir og uppræta það þjóðarböl sem einelti er.

Hægt er að undirrita þjóðarsáttmála gegn einelti á:  www.gegneinelti.is og hvet ég okkur öll til að sýna samhug í verki.

Munum svo að "öll dýrin í skóginum eiga alltaf að vera vinir."

HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30