Fréttir
21.11.2013 - Spurningakeppni grunnskólanna
 

Þeir Ragnar Sigurður, Óliver Ás og Guðjón Rafn tóku þátt í spurningarkeppni grunnskólanna, fyrir okkar hönd, sem haldin var í Egilsstaðarskóla. Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði og unni fyrri riðil sinn á móti Nesskóla, 15 - 11. Í seinni riðli kepptu þeir á móti Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sem þeir unnu örugglega, 19 -4. Þar með erum við komin í 16 liða úrslit á LANDSVÍSU.

Næsta keppni mun fara fram eftir áramót líklega í gegnum fjarfundarbúnað.

Við bíðum spennt eftir því og hrópum ÁFRAM DJÚPAVOGSSKÓLI!

LDB


smţmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31