Fréttir
22.04.2014 - Djúpavogsskóli auglýsir
 

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður:
Tölvukennsla 8 stundir á viku, smíðar 8 stundir á viku, íþróttir 10 stundir á viku, sund 5 stundir á viku, enska 7 stundir á viku, danska 7 stundir á viku, heimilisfræði 7 stundir á viku, handavinna 7 stundir á viku.  Einnig vantar umsjónarkennara með 1. bekk.

Þá er laus staða aðstoðargrunnskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðargrunnskólastjóri starfar náið með skólastjóri og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi grunnskólans.  Stjórnunarhlutfall 50%.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður:

Fimm 88% stöður, vinnutími 8:00 – 15:00 eða 9:00 – 16:00
Ein 50% staða, vinnutími eftir samkomulagi
Tvær 100% stöður,vinnutími 8:00 – 16:00

Þá er laus staða aðstoðarleikskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014.  Aðstoðarleikskólastjóri starfar náið með skólastjóra og vinnur að ákveðnum verkefnum sem lúta að stjórnun og utanumhaldi leikskólans.  Stjórnunarhlutfall 15-20%.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans á djupivogur.is/grunnskoli og djupivogur.is/leikskoli.  Umsóknir og fyrirspurnir má senda á skolastjori@djupivogur.is

Umsóknarfrestur er t.o.m. 3. maí 2014.


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31