Fréttir
27.05.2014 - Vordagar Teigarhorn
 

Á fyrsta vordegi fóru nemendur í 3. - 4.bekk í náttúrufræðikennslu á Teigarhorn. Hópurinn smíðaði fuglahræður og kom þeim fyrir í æðarvarpi úti á tanga. Krakkarnir fundu fimm kolluhreiður sem þau skráðu hjá sér. Hugmyndin er að fara aftur næsta vor og vonandi hafa fuglahræðurnar gert sitt gagn og hreiðrunum fjölgað. Hópurinn gat tekið smá dún af hreiðrunum og skilaði honum af sér til Brynju landvarðar. Hér má sjá myndir frá skemmtilegum degi.

ÞS


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31