Fréttir
17.10.2014 - Norræna skólahlaupið - göngum í skólann
 

Norræna skólahlaupið – göngum í skólann

Í gær var lag til að takast á við norræna skólahlaupið. Bæði var veður okkur hagstætt og mengun í lágmarki miðað við það sem hefur verið núna í haust.

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Markmið - með Norræna skólahlaupinu er leitast við að:

  • Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan

Var það því vel við hæfi að hafa lokahykkinn á „Göngum í skólann“ átakinu þó svo að við hvetjum nemendur og aðra starfsmenn Djúpavogsskóla til að koma fyrir eigin afli til starfa.

Nemendur völdu á milli hlaupalengda sem voru 2,5 km, 5 km og 10 km. Eftir hlaupið var boðið upp á ávexti og fóru allir þátttakendur í sund á eftir.

Myndir má sjá með því að smella hér.

LDB


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30