Fréttir
31.10.2014 - Rauði krossinn
 

Í tilefni af 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi verða grunnskólar á landinu heimsóttir af sjálfboðaliðum. Tilgangur heimsóknanna er að minna á mikilvægi skyndihjálpar. Egill og Auður komu í heimsókn í grunnskólann þriðjudaginn síðasta til að kynna skyndihjálp fyrir nemendum Djúpavogsskóla. Farið var yfir hver viðbrögð skulu vera þegar slys ber að höndum. Krakkarnir fengu að svara spurningum, koma við dúkkur og elstu fengu bæði kennslu í Heimlich takinu og grunn í hjartahnoði.

Við þökkum sjálfboðaliðunum kærlega fyrir heimsóknina og má sjá myndir með fréttinni hér.

LDB

 


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30