Fréttir
24.02.2015 - Námskeið í upptökutækni
 

Tónlistarmiðstöð Austurlands býður ungmennum á aldrinum 14-20 ára upp á námskeið í upptökutækni helgina 14.-15. mars n.k. Unnið verður í hópum þar sem þátttakendur skiptast á að spila og taka upp.

 

Kennt verður á eftirtöldum tímum:

Laugardagur 14. mars kl. 10-20:00

Sunnudagur 15. mars kl. 10-20:00

 

Boðið verður upp á hádegismat og síðdegishressingu á staðnum. Námskeiðið er gjaldfrjálst og fer fram í Eskifjarðarkirkju. Námskeiðið er metið til einnar einingar í óbundnu vali fyrir nemendur VA og ME gegn framvísun þátttökuskírteinis.

Leiðbeinandi: Helgi Georgsson

Skráning fer fram á tonleikahus@tonleikahus.is til og með 5. mars. Sendið upplýsingar um nafn, heimilisfang, síma og aldur.

ED


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30