Fréttir
18.05.2016 - LAUFBLAĐIĐ
 

Ágætu íbúar.

Laufblaðið 2016 mun að öllum líkindum líta dagsins ljós um helgina. Nemendur í 6. og 7. bekk hafa unnið hörðum höndum að því að safna efni, skrifa og hanna - auk þess að selja auglýsingar. Í kvöld munu drengirnir í þessum bekkjum ganga í hús og bjóða styrktarlínur. Þá fá þeir sem kaupa slíka línu nafn sitt birt í blaðinu og leturstærðin fer eftir upphæð sem greidd er. Tökum vel á móti krökkunum og einnig þegar þau ganga í hús um helgina til að selja LAUFBLAÐIÐ. Allur ágóði af blaðinu fer í að greiða kostnað við jarðfræðiferð sem farin er eftir helgi.

Kveðja Lilja Dögg


smţmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31